Hvar eru jafnaðarmenn nú ?

Hvernig stendur á því að þessi kattarþvottur á eftirlaunafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er látinn líðast. - Afhverju heyrist enginn andmæla þessum fáránleika, nema Ögmundur.

Er Ögmundur virkilega eini alþingismaðurinn sem stendur vörð um jafnréttið. - Jafnrétti til eftirlauna. 

 - Kröfuna um að allir opinberir starfsmenn skulu jafnir til réttinda eftirlauna,  eins og þeir voru áður en þessi fáránlegu eftirlaunalög voru sett.

    Krafa X-E er að allir opinberir starfsmenn skulu hafa sömu réttindi,  hvort heldur það eru fyrrum ráðamenn, alþingismenn, embættismenn, eða aðrir opinberir starfsmenn þ.m.t. bankastjórar. -

Sama hvaða titla þeir hafa borið í starfi. -  Til eftirlauna skulu allir fyrrum opinberir starfsmenn jafnir.

Hættið þessum skrípaleik og afnemið þessi fáránlegu, ósvífnu eftirlaunalög í eitt skipti fyrir öll.


mbl.is Segja eftirlaunafrumvarp kattarþvott
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Gott að heyra að nýtt afl sé að undirbúa komu sína á vettvang stjórn málanna ekki veitir af, að stokka almennilega upp þetta úrelta flokkakerfi sem fyrir löngu hefur gengið sér til húðar. 

Ég segi bara eins og hún Ásthildur gangi ykkur vel, og vonandi fáum við að kjósa fljótlega á nýju ári.

Þá fáum við kannski að vita meira um ykkur og stefnumál ykkar.  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.12.2008 kl. 13:26

2 Smámynd: Ellen Björnsdóttir

Já, við þökkum góðar óskir og vonum að við getum gert okkur sýnileg svona um eða upp úr miðjum janúar.  -  Við stefnum að því að vera þá tilbúinn með fullmótaða stefnuskrá og vinnuhópa til að vinna að framgöngu stefnumála okkar. -

   Það eru allir velkomnir að vera með.  Því fleiri, því betri,  og öflugri verðum við.

Hikið ekki við að skrá ykkur og vera með.

Ellen Björnsdóttir, 20.12.2008 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband