Vakna þú .....

Raddir fólksins hrópa á þingheim svo hann vakni til lífsins og taki á sínum málum, svo sem Raddir fólksins hafa beðið þingheim um að gera alveg frá því í haust.

Á hverjum laugardegi hafa Raddir fólksins ákallað þingheim á Austurvelli, og jafnvel oftar.

En þingheimur skellir skollaeyrum við Röddum fólksins.

Og þingheimur þegir þunnu hljóði. 

Raddir fólksins vita að þingheimur hefur sofið á verðinum,  sem þingheimur sór og sárt við lagði að standa vörð um.

Þessvegna varð X-E  til.

X-E mun láta til sín heyra. 

X-E mun ekki skella skollaeyrum við Röddum fólksins.

X-E mun hlusta á Raddir fólksins og vinna samkvæmt hugmyndum sem Raddir fólksins leggja til.

X-E mun ekki sofna á verðinum.

X-E mun standa vörð um fólkið í landinu.

X-E mun láta verkin tala.


mbl.is Hvetja til mótmælastöðu við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíddu, bíddu, bíddu, sagði viðskiptaráðherra .... .....

Sagði ekki viðskiptaráðherra Björgvin G. Sigurðsson að ekkert yrði selt í Lux fyrr en Íslendingar hafi fengið að sjá, skoða, og rannsaka, hvert og hvernig peningar bankans hurfu.

Þegar allt væri komið upp á borðið og öllum ljóst hvernig málum væri háttað, þá væri hægt að selja fyrr ekki.  

Hvað segir ráðherra bankamála nú?

Hefur Viskiptaráðherra fengið að sjá þá pappíra og skjöl, sem þarf til að lyfta hulunni af svikunum?

Við bíðum eftir svari.


mbl.is Sölu á Kaupþingi í Lúx að ljúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru jafnaðarmenn nú ?

Hvernig stendur á því að þessi kattarþvottur á eftirlaunafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er látinn líðast. - Afhverju heyrist enginn andmæla þessum fáránleika, nema Ögmundur.

Er Ögmundur virkilega eini alþingismaðurinn sem stendur vörð um jafnréttið. - Jafnrétti til eftirlauna. 

 - Kröfuna um að allir opinberir starfsmenn skulu jafnir til réttinda eftirlauna,  eins og þeir voru áður en þessi fáránlegu eftirlaunalög voru sett.

    Krafa X-E er að allir opinberir starfsmenn skulu hafa sömu réttindi,  hvort heldur það eru fyrrum ráðamenn, alþingismenn, embættismenn, eða aðrir opinberir starfsmenn þ.m.t. bankastjórar. -

Sama hvaða titla þeir hafa borið í starfi. -  Til eftirlauna skulu allir fyrrum opinberir starfsmenn jafnir.

Hættið þessum skrípaleik og afnemið þessi fáránlegu, ósvífnu eftirlaunalög í eitt skipti fyrir öll.


mbl.is Segja eftirlaunafrumvarp kattarþvott
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir allir eiga eina kartöflu skilið

Gott að jólasveinarnir hafi áhuga á stjórnmálum.

Gott að þeir sjái heiminn í skýrara ljósi,  eðlilegu ljósi.  Barnalegar hugsanir geta oft bjargað heiminum.

    Sveinki styður X-E.   Ég styð þetta ráð Sveinka og vona að Sveinki gefi fleiri ráðherrum kartöflu í skóinn.

   Ráðherrar eiga skilið skemmdar kartöflur í skóinn,  það versta er að það eru saklaus íslensk börn sem munu borga fyrir katöflurnar.  Þeir eru nú 12 talsins, 13 að Davíð  meðtöldum!  X-E


mbl.is Ráðherrar fengu kartöflur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að ná í aurana með illu e.. ....

Þeir vita hvernig þeir eiga að ná í þær fáu krónur sem eftir verða í launaumslaginu þegar búið er að greiða reikningana.

Það er að segja, ef fólk nær að greiða reikningana,  og einhverjir aurar verða eftir.

Við megum ekki láta þetta yfir okkur ganga. 

Stöndum vörð um velferðarkerfið.


mbl.is Svefnlyf hækka í verði – stinningarlyf lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferskir vindar blása um hið pólitíska landslag

Jæja, þá er E-flokkurinn kominn með samastað á hinu virta bloggi Morgunblaðsins.

E - flokkurinn er að taka á sig mynd.  E - flokkurinn er hópur fólks sem hefur hist reglulega síðan í haust til þess að undirbúa framboð.  

 Vinnan er í fullum gangi,  en frekari frétta af framboðinu má vænta á næstu dögum eða vikum.

Auk þess ætlum við að tjá okkur hér, þannig að þið lesendur getið betur áttað ykkur á E-flokknum. 

E-flokkurinn leggur áherslu á öflugt velferðar og félagskerfi, gagnsæi í stjórnsýslu og virkt lýðræði.

Stefnumál okkar verða þó betur kynnt hér fljótlega. 

Fylgist með þessu bloggi vel og reglulega. 

Fylgist með fæðingu fersks flokks, fyrir fólkið! 

Heimsækið okkur, og látið í ykkur heyra!

Þetta er flokkur fólksins, sem rennur blóðið til skyldunnar, vill taka höndum saman og byggja upp nýtt Ísland.

Hingað eru allir velkomnir.

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband