Bíddu, bíddu, bíddu, sagði viðskiptaráðherra .... .....

Sagði ekki viðskiptaráðherra Björgvin G. Sigurðsson að ekkert yrði selt í Lux fyrr en Íslendingar hafi fengið að sjá, skoða, og rannsaka, hvert og hvernig peningar bankans hurfu.

Þegar allt væri komið upp á borðið og öllum ljóst hvernig málum væri háttað, þá væri hægt að selja fyrr ekki.  

Hvað segir ráðherra bankamála nú?

Hefur Viskiptaráðherra fengið að sjá þá pappíra og skjöl, sem þarf til að lyfta hulunni af svikunum?

Við bíðum eftir svari.


mbl.is Sölu á Kaupþingi í Lúx að ljúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er komið á 3. mánuð frá hruninu, búið að færa gömlu bankastjórana til í starfi og næstráðendur teknir við. Fljótlega eftir hrunið átti ég leið í Sorpu með dagblöð og fernur eins og ég hef gert í u.þ.b. 10 ár.  Frekar fyndin sjón blasti við, dagblaðagámurinn var hálf-fullur af pappírstætingi! Kannski hitti bara svona á, en mér fannst þetta tímanna tákn.

Doði og/eða tómlæti ríkisstjórnarinnar er ein ástæða þess að fólk mótmælir. Gjaldþrot heillar þjóðar ætti að vera næg ástæða til að létta bankaleynd. Það að ekki skuli brugðist við og grunaðir glæpamenn færðir til yfirheyrslu, sannfærir mann um að það eru ekki bara útrásarvíkingarnir sem hafa farið illa með almannafé. Ég trúi hverju orði sem sagt er á meðfylgjandi vefslóð.

Brana (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 22:05

2 identicon

Brana (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 22:06

3 Smámynd: Ellen Björnsdóttir

Þakka þér fyrir Brana, við höfum einmitt fjallað mikið um þessi mál, og það má segja að við lestur bloggsins hans Þryms þá hafi styrkst stoðir okkar um þörfina fyrir breytingu á þessu gjörspillta flokkakerfi sem er við lýði nú. Það þarf að stokka allt upp á nýtt.

Ertu ekki sammála því Brana?

Ellen Björnsdóttir, 21.12.2008 kl. 00:16

4 identicon

Hæ aftur!

Jú, ég bara gæti ekki verið meira sammála (og búin að blogga um svipað áður). Ég mundi samt ekki vilja henda Ögmundi og Jóhönnu út, mér finnst þau standa fyrir sínu. Þar fyrir utan eru fáir sem eftirsjá væri að.

Mér líst hins vegar vel á ef verið er að undirbúa stofnun nýs flokks þar sem spilling fær ekki að þrífast.

kveðja,

Brana (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband